Börkur hf. - Gluggar, huršir, bķlskśrshuršir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Vottun

Glugga- og hurðagæði - (7.7.2001)

Í apríl árið 1996 varð breyting á byggingareglugerð sem ætti að koma nýjum húsnæðiseigendum til góða. Breytingin er sú að í grein 3.4.9.1 stendur m.a: "Byggingareining (húseining, húshluti, byggingarhluti,) sem framleidd er í verksmiðju eða á verkstæði og ætlað er ákveðið sérhæft hlutverk í byggingu skal ávallt bera vottun skv. ávæðum í gr. 7.03."

Þetta þýðir að framleiðendur glugga og hurða skulu staðfesta fyrir kaupanda með vottorði frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins að gluggarnir sem þeir eru að selja, uppfylli tilskyldar kröfur. Þetta er gæðaeftirlit sem tryggir að óvönduð framleiðsla á gluggum og hurðum heyri sögunni til.

Þar til reglugerðinni var breytt gat hver sem er smíðað glugga og hurðir og selt í byggingar án þess að nokkur trygging væri fyrir því að gluggarnir stæðust íslenskt veðurfar og þess vegna búa margir húsnæðiseigendur yfir biturri reynslu af óþéttum og illa smíðuðum gluggum sem hafa valdið þeim tjóni og leiðindum.

Húsbyggjendur sem eru að leita tilboða í glugga og hurðir ættu því að kanna strax í upphafi hvort framleiðendur geti framvísað slíku vottorði því annars er hætta á að kaupandi sitji uppi með glugga og hurðir sem ekki má setja í bygginguna. Hinir sem eru að kaupa húsnæði sem byggð eru eftir apríl 1996 ættu að kynna sér hvort slík vottorð liggi fyrir hjá byggingafulltrúa og geta með því verið vissir um hvort þessir hlutar byggingar séu í góðu lagi.

 

 

GERÐARVOTTUN

GLERJAÐRA GLUGGA

Það staðfestist hér með að

Trésmiðjan Börkur hf.

hefur fengið íslenska gerðavottun

(ÍSL G-VOTTUN)

fyrir fullmálaða glerjaða timburglugga með opnanlegu fagi, sbr. lýsingu í skýrslu V702-02/01/98.
Gerðavottunin er byggð á verklagsreglu frá 9.2.1994, sem lýsir þeim skilyrðum sem uppfylla þarf.

Vottunin gildir í eitt ár í senn

Reykjavík, 30. mars 1998

 

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrį inn