Börkur hf. - Gluggar, hurðir, bílskúrshurðir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Tormatic Opnarar

Allir opnarar frá Tormatic eru prufaðir eftir hæstu gæðakröfum. Þeir hafa reynst vel við íslenskar aðstæður og hafa sannað sig að vera viðhaldsfríir. Þeir keyra á kraftmiklum hljóðlátum rafmagnsmótorum. Allir Tormatic opnarar eru útbúnir skynjurum sem skynja minnsta viðnám þannig að þeir eru einstaklega öruggir við allar kringumstæður. Við minnsta álag stoppar hurðin og opnast að nýju. 

Tormatic opnararnir eru til í ýmsum gerðum hvort sem á að láta opnara á gamla hurð eða nýja. Einnig bjóum við upp á ýmsar lausnir fyrir fyrirtæki. Flottur sendir fylgir með öllum opnurum sem leyfir þér að opna dyrnar án vandræða úr bílnum á sama tíma koma ljós á opnarann. Auðvelt er að bæta við sendum eftir þörfum hvers og eins. Opnarinn er öruggur og veitir fulla vörn gegn innbrotum. Ekki er þörf á frekari lás á bílskúrshurðina en allir opnar koma með "self-locking gearbox" tækninni sem sér til þess að hurðin er alltaf í lás þegar hún er ekki í notkun. Með öllum hurðun frá Toors er hægt að fá brautarkerfi af fullkomnustu gerð. Þær eru afar hljóðlátar og festast upp í loftið á bílskúrnum í 3 einföldum skrefum. Þær eru viðhaldsfríar og hljóðlátar.  

Bílskúrshurðaopnari frá Tormatic leyfir þér að ganga um bílskúrinn þinn með mesta öryggi og þægindum sem völ er á. Þú keyrir inn í bílskúrinn þinn með því að snerta takka og hann verndar þig gegn öllum veðrum. Engin þörf er því á að fara út vont veður auk þess að veita bílnum þínum vörn Hér fyrir neðan má fletta og ná í bækling yfir Tormatic opnarana en upplýsingar um verð má nálgast hjá næsta sölumanni í síma 455-1900 eða borkur[hja]borkur.is
.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn