Börkur hf. - Gluggar, hurðir, bílskúrshurðir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Verksmiðjan

Á 2200 fermetra verksmiðjugólfi Barkar hf. hafa almennar trésmíðavélar að mestu fengið að víkja fyrir sérhæfðum og tölvustýrðum vélbúnaði. Nýting þess búnaðar er í raun hluti af þróunarverkefni fyrirtækisins sem hófst þegar farið var út í gæðaeftirlit með aðstoð frá Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins.
Hvað varðar venjulegt framleiðsluferli þá hefst það á því að allt timbur kemur inn á gólf fullþurrkað frá lagerum sem staðsettir eru utan verksmiðju.
Í verksmiðjunni er staðsett sérstakt vatnsúðunarkerfi sem stjórnar rakastigi innandyra og kemur þannig í veg fyrir mikla ryksöfnun í andrúmsloftinu. Kerfið heldur uppi 60-70% loftraka í húsinu og 12-14% viðarraka en samkvæmt staðli RB er ætlast til þess að allt timbur sé með viðarraka á bilinu 12-15%. Þegar því er lokið hefst sjálft vinnsluferlið þar sem afurðir eru keyrðar í gegnum vinnsluvélar, grunnfúavörn, samsetningu, sprautun, og frágang. Að þessu loknu er fullunnum gluggum og hurðum ekið á afhendingarstaði. Boðið er upp á að gluggar séu glerjaðir í verksmiðju eða sendir óglerjaðir. Meðal helstu nýjunga hjá Berki hf. eru álklæddir trégluggar, en hlutur þeirra í nýbyggingum hefur aukist mikið vegna minni veðrunar og viðhalds í seinni tíð.
 
Timburlager í verksmiðju er millilager sem efni er tekið inná eftir þörfum. Síðan er það efnað niður í "vinnslupartí" handa viðkomandi viðskiptavinum.

     




Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn