B÷rkur hf. - Gluggar, hur­ir, bÝlsk˙rshur­ir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Sˇlvarnargler

Sólvarnargler eru bæði til glær og lituð, með eða án spegilhúðar.

Við samanburð á sólvarnargleri er oft skoðuð eftirfarandi gildi: 
  • SF (solarfactor - líka kallað g-gildi) segir til um orku / hita frá sólinni sem kemst inn í gegnum glerið, því lægra gildi því betri sólvörn.
  • LT ( light transmission) segir til um ljósinnstreymi í gegnum glerið, því hærra gildi, því meiri birta fer inn í húsið.
  • LR ( light reflexion) segir til um speglun glersins, hvort glerið sé eins og venjulegt gler eða með spegiláferð, hærri % tala þýðir meiri speglun.
  • Til eru margar tegundir sólvarnarglers sem eru framleiddar af hráefnisframleiðendum víða um heim. Það má benda á kosti þess að velja glertegund sem er lagervara hér á landi til að afgreiðsla gangi hraðar og einnig til seinni tíma viðhalds og brota.
Mismunandi tegundir sólvarnarglers: 

Energy N glært sf 40%
Energy N sólvarnarglerið er tvímælalaust eitt af mest spennandi glertegundum á markaðnum í dag. Helstu kostir þess eru þeir að það minnkar sólarhitann á sumrin, einangrar gegn kulda á veturna, innstreymi ljóss í gegnum glerið er hátt og glerið nánast glært. Energy N er húðað með tvöfaldri ósýnilegri örþunnri silfurhúð, sem endurkastar sólarhita. Sólarstuðull þess er 41% sem þýðir að 59% af sólarhitanum er haldið úti. Energy N hefur einangrunargildið U= 1.1 W/m2 K sem er sambærilegt við bestu einangrunarglerin og dregur því úr orkukostnaði með betri einangrun hússins. Energy N hefur ljósinnstreymistuðul 71%, sem er nálægt það sama og fyrir hefðbundið tvöfalt gler. Glerþykktir á lager; 6mm 10mm
Stopray Vision 50 sf 28%
Stopray Vision 50 er nýtt einangrunar- og sólvarnargler og góður kostur fyrir skrifstofuna. Það einangrar gegn kulda á veturna og minnkar sólarhita á sumrin. Glerið er húðað með næfurþunnum lögum af eðalmálmi með magnetron aðferð sem gefur glerinu hina eftirsóknarverðu tæknilegu eiginleika sem skilur það frá hefðbundnu gleri. Stopray vision 50 sameinar allt það besta sem prýðir einangrunargler eins og lágt varmatap, góða sólvörn og hlutlaust útlit. Stopray Vision 50, með 16 mm millibilslista milli glerja, hefur varmatapsstuðul 1,0 W/m2 K og ljósinnstreymishlutfall 50%. Sólarstuðull er 28% sem þýðir að 72% af sólarhitanum er haldið úti. Glerþykkt á lager; 6mm

Litað sólvarnargler:
Reyklitað (brons) sólvarnargler sf 47%
Stærð og þykkt:
Framleiðslustærð í einangrunargleri er allt að 2000x3210 mm. Stærra gler er með lengri afgreiðslufresti. Glerþykkt á lager er 6 mm. 

Notagildi:
Hentar í íbúðarhúsnæði, skrifstofubyggingar, skóla o.fl. Það gefur byggingunum ákveðið útlit. Það minnkar einnig útfjólubláa geisla sólarinnar. Til að bæta varmaeinangrunargildið “U” má setja Top N+ húðað Low E gler á móti litaða glerinu eða nota í þrefalt gler og uppfyllir það þá byggingareglugerð varðandi varmaeinangrun íbúðarhúsnæðis. 

Nánar um glerið:
Framleitt á sama hátt og venjulegt glært flotgler en auk þess er mismunandi málmefnasamböndum bætt í glerið. Þannig fær það ákveðinn lit. Algengastur er reyklitur, grár eða grænn. Með litnum öðlast glerið sólvarnareiginleika. Það dregur í sig hluta af sólarljósinu og minnkar því sólarhitann innanhúss. Ljósendurkast af lituðu tvöföldu gleri er sambærilegt við glært gler eða 6–12% sem er talsvert minna en sólvarnargler með spegiláferð. Örlítill blæbrigðamunur getur verið á lit eftir þykkt glersins. Því kann að vera ráðlegt að nota eina þykkt á sömu hlið byggingar.

Stopsol Supersilver clear

Stærð og þykkt: 
Framleiðslustærð í einangrunargleri er allt að 2000x3210 mm. Stærra gler er með lengri afgreiðslufresti. Glerþykkt á lager er 6 mm. 

Notagildi:
Hentar fyrir skrifstofur, opinberar byggingar, skóla, og atvinnuhúsnæði. Til að bæta varmaeinangrunargildið “U” má setja Top N+ Low E húðað gler á móti Stopsol eða nota í þrefalt gler og uppfyllir það þá byggingareglugerð varðandi varmaeinangrun íbúðarhúsnæðis. Silfurblá spegiláferðin gerir það að verkum að á daginn sést vel út, en ekki vel inn í byggingarnar. Á kvöldin er þetta öfugt, þá sést lítið út, en vel sést inn í bygginguna ef inniljósin eru kveikt. 

Nánar um glerið:
Stopsol Super Silver Clear er flotgler með fallegri silfurblárri spegiláferð. Eðalmálmblöndu er úðað yfir 600°C heitt flotglerið rétt eftir að það kemur úr ofninum. Málmhúðin gengur í samband við glerið. Hún er sterk og endingargóð og kallast á fagmáli “hörð húð”. Málmhúðin endurkastar sólargeislunum að vissu marki og myndar þannig sólarvörn. Í tvöfaldri einangrunarglerrúðu er Stopsol höfð sem ytri skífa. Málmhúðin er venjulega látin snúa inn í loftbilið (flötur nr. 2 talið utan frá). Húðin má snúa út (flötur nr. 1) og hefur rúðan þá meiri ljósspeglun og meiri spegiláferð. Stopsol Super Silver Clear má herða, samlíma í öryggisgler með filmu á milli glerja og vinna á margvíslegan annan hátt.

Sunergy
Stærð og þykkt:
Framleiðslustærð einangrunarglers er allt að 2000x3210 mm. Sunergy clear; 6 mm þykkt á lager, Sunergy green; 8 mm. Sunergy gler er sólarvörn á sumrin, varmaeinangrun á veturna og því eftirsóknarvert gler við allar aðstæður. Hentar í flestar byggingar, t.d. íbúðarhúsnæði, skrifstofur, opinberar byggingar, skóla, sólstofur, glerþök o.m.fl. 

Nánar um glerið:
Sunergy glerið sameinar kosti sólvarnarglers og varmaeinangrunarglers. Það uppfyllir kröfur flestra hönnuða varðandi útlit; glerið er hlutlaust og með litla ljósspeglun. Litir; glært, grænt. SF stuðullinn er mismunandi eftir lit. Sunergy er málmhúðað flotgler framleitt með nýrri CVD-tækni, þar sem húðin gengur í samband við glerið. Hún er sterk og endingargóð. Sunergy glerið í einangrunarglerrúðu er höfð sem ytri skífa og húðin látin snúa inn í loftbilið (flötur nr. 2 talið utan frá). Sunergy glerið má herða, líma saman í öryggisgler með filmu á milli glerja og vinna á margvíslegan annan hátt.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrß inn