Börkur hf. - Gluggar, huršir, bķlskśrshuršir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Saga fyrirtękisins

Fyrirtækið Börkur hf. var stofnað árið 1986. Núverandi stjórnendur og eigendur fyrirtækisins eru Alexander Benediktsson framkvæmdastjóri, Ingimar Snorri Karlsson framleiðslustjóri, Hilmar Baldvinsson verkstjóri og Snorri Bergsson sölustjóri.

Fyrstu árin var starfsemi fyrirtækisins almenn verktakastarfsemi ásamt rekstur á trésmiðju. Allt frá stofnun hefur aðaláherslan verið lögð á rekstur glugga og hurðaverksmiðju og upp úr 1990 var allri verktakastarfsemi hætt og áhersla lögð á trésmiðjuna.

Á undanförnum árum hefur Börkur hf. Orðið framsækið framleiðslufyrirtæki í gluggum og hurðum sem leggur metnað og atorku í vandaða vöru í íslenskar byggingar og stenst fyllilega allan samanburð við erlendan innflutning. Framleiðslugetan hefur vaxið jafnt og þétt og er Börkur hf. Nú eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði. Innan fyrirtækisins hefur átt sér stað öflug vöruþróun og markaðssetning.

Börkur hf. er með gæðaeftirlit á framleiðsluvörum fyrirtækisins og er með gerðavottun frá Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins (RB). Fyrirtækið er með innra eftirlit á framleiðsluvörunum en RB sér um ytra eftirlit. Með þessu eftirliti er reynt að tryggja að kaupendur fái gæðavöru. Börkur hf. er meðal þeirra fyrstu sem fullnægja ákvæðum í íslensku byggingarreglugerðinni um eftirlit og vottun á íhlutum í nýbyggingar.

Helstu viðskiptavinir Barkar hf. eru verktakafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, en u.þ.b. 80% af framleiðslunni fer á markað þangað og eru mörg þeirra í föstum viðskiptum.

Börkur hf. rekur söluskrifstofu við Gylfaflöt 22 í Reykjavík og þar er fastur starfsmaður fyrirtækisins.
Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 16 til 18 starfsmenn og eru öll verksmiðjustörf unnin í ákvæðisvinnu.

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrį inn