Börkur hf. - Gluggar, hurðir, bílskúrshurðir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Saga fyrirtækisins

Fyrirtækið Börkur hf. var stofnað árið 1970. Fyrstu árin var starfsemi fyrirtækisins almenn verktakastarfsemi ásamt rekstur á trésmiðju. Allt frá stofnun hefur aðaláherslan verið lögð á rekstur glugga og hurðaverksmiðju og upp úr 1990 var allri verktakastarfsemi hætt og áhersla lögð á verksmiðjuframleiðslu á gluggum og hurðum.

Á undanförnum árum hefur Börkur hf. Orðið framsækið framleiðslufyrirtæki í gluggum og hurðum sem leggur metnað og atorku í vandaða vöru í íslenskar byggingar og stenst fyllilega allan samanburð við erlendan innflutning. Framleiðslugetan hefur vaxið jafnt og þétt og er Börkur hf. eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði. Innan fyrirtækisins hefur átt sér stað öflug vöruþróun og markaðssetning.

Börkur hf. er með gæðaeftirlit á framleiðsluvörum fyrirtækisins og er með gerðavottun frá Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins (RB). Fyrirtækið er með innra eftirlit á framleiðsluvörunum en RB sér um ytra eftirlit. Með þessu eftirliti er reynt að tryggja að kaupendur fái gæðavöru. Börkur hf. er meðal þeirra fyrstu sem fullnægja ákvæðum í íslensku byggingarreglugerðinni um eftirlit og vottun á íhlutum í nýbyggingar.

Börkur hf er í dag líka öflugur innflutningsaðili á álgluggum unna úr Schuco prófílum og Ponzio prófílum. Einnig hefur Börkur hf. hafið framleiðslu erlendis á gler-trefja gluggum.  Gæði og hagstætt verð gler-trefja glugga gerir þá að mjög góðum valkosti við endurnýjun á gluggum í eldri hús.

 

Helstu viðskiptavinir Barkar hf. eru verktakafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, en stór hluti framleiðslu fyrirtækisins fer á höfuðborgarsvæðið.

Börkur hf. rekur söluskrifstofu við Smiðjuveg 2 Kópavogi og þar er staðsettur sölustjóri fyrirtækisins.
Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 20 starfsmenn.

Systurfélag Barkar hf. er Glerverksmiðjan Samverk á Hellu og fyrirtækin eru nú í eigu fjárfestingararms Lyf og heilsu ehf.

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn