B÷rkur hf. - Gluggar, hur­ir, bÝlsk˙rshur­ir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Gluggar

Gluggar frá Berki

Smíðaðir fyrir íslenskar aðstæður

Við framleiðslu á íslensku gluggakerfunum okkar sameinum við nýjustu og fullkomnustu tækni sem völ er á við framleiðsluna, áratuga verkkunnáttu fagmanna.

Gluggar frá okkur hafa fengið margra ára reynslu í íslenskri veðráttu og eru sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður. Börkur hf hefur verið leiðandi aðili í framleiðslu á íslenskum gluggum og hurðum síðustu 30 ár.

Hægt að fá allar gerðir timburglugga og -hurða og hver einstaki gluggi er gerður samkvæmt óskum hvers og eins.

Kostir við að kaupa glugga af okkur eru að þeir eru sniðnir að þínum þörfum. Hvort sem um er að ræða í nýbyggingar eða viðhald.

Við lögum okkur að óskum þínum og reynum að koma til móts við þær eins og kostur er, en jafnframt höldum við uppi öllum þeim gildum sem þurfa að vera í framleiðslunni til að glugginn haldi þeirri vottun og þeim hámarksgæðum sem við byggjum framleiðslu okkar á.

 

Við framleiðslu á gluggum notum við besta hráefni sem er hægt að fá. Í norðlægum skógum Svíþjóðar og Finnlands er að finna bestu furu í glugga sem völ er á. Tré þaðan innihalda alla þá eiginleika sem við leitum eftir.  "aðeins hið besta er nógu gott "


Við notum alltaf  hægvaxna furu frá norðlægari héruðum Skandinavíu af því að langir vetur og stutt vaxtartímabil að sumri gera vaxtarskiliðri ákjósanleg fyrir þéttvaxið timbur.

Þessi svæði gefa því af sér þétta árshringi í trénu sem gefa styrkleikann, hörkuna og markverða mótstöðu gegn fúamyndun. 

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrß inn