B÷rkur hf. - Gluggar, hur­ir, bÝlsk˙rshur­ir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Gler

Allt samsett gler sem Börkur hf. er með umboð fyrir er selt með gasfyllingu á milli glerskífa.
Það gas sem algengast er að nota er Argon. Gasfylling eykur einangrunargildi venjulegs verksmiðjuglers frá okkur um allt að 20%.

Algengast er Optiterm gler (mjúkfilmugler) í ytri skífu. Það er með mjúku lagi (eins og K-gler nema þar er hart lag) á innri hluta glersins en mjúka filman gefur meiri einangrun en harðfilmugler. Engin hætta er á rispum því lagið snýr að innri hluta samsetta glersins.

Börkur hf bíður upp á í samstarfi við Samverk hf allar helstu lausnir sem snúa gleir og glerlausnum. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér á síðunni eða hjá næsta sölumanni í síma 455-1900 eða borkur[hja]borkur.is

Þar sem hljóðeinangrunar er þörf þarf að hafa gler í samsettum skífum með mismunandi þykktum. Þetta er gert til þess að brjóta hljóðbylgjurnar. Mismunandi loftbil milli glerja hefur nánast engin áhrif á hljóð. Börkur hf. selur flestar gerðir glers.Sjá heimasíðu.

Verksmiðjuábyrgð á öllu gleri er 5 ár.
Hér má sjá ISO 9001 vottun fyrirtækisins.

"K-glerið" svokallaða er ekki lengur það besta. Ýmsar nýrri og betri glertegundir hafa leyst það af hólmi. Gott einangrunargler lækkar hitakostnað og eykur þægindi íbúa innandyra. Best er að U-gildið,W/m2 K, sé sem lægst því það segir til um orkutapið út um einn fermetra einangrunarglers. 

Hægt að setja saman einangrunargler á ýmsan hátt með mismunandi glertegundum til að fá aukna tæknilega eiginleika eins og t.d. sólvörn, hljóðvörn, öryggisgler og ógegnsæi.

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrß inn