Flýtilyklar
Eldvarnargler
Við bjóðum upp á eldvarnargler með sérstaka eldvarnarfilmu milli glerja frá AGC, viðurkenndum glerframleiðanda. Það heitir Pyrobel og er
glært eins og venjulegt gler og án vírs í glerinu. Pyrobel eldvarnargler er prófað og uppfyllir kröfur sem gerðar eru til eldvarnarglers.
Eldvarnargler skal uppfylla kröfur um brunamótstöðu og veita vernd gegn eldtungum ( E ) eða hitageislun frá eldi ( I ) í þeim tilgangi að tefja
og/eða stöðva útbreiðslu elds í ákveðinn skilgreindan tíma og stuðla að öruggri rýmingu húsnæðisins eða koma
í veg fyrir að hitageislamyndun ( I ) af eldi kveiki upp annan eld hinum megin við glerið.
Skammstafirnar E eða EI eru notaðar til að lýsa brunamótstöðunni og jafnframt er tíminn skilgreindur í mínútum fyrir aftan
þessa skammstöfun. Hönnuðir ákveða kröfurnar sem gerðar eru til eldvarna fyrir hvert verkefni. E stendur fyrir þéttleika og heil-leika glersins
gegn reyk og eldtungum og er lágmarkskrafa í eldvörn. Dæmi; Eldvarnargler Pyrobel E 30 - þýðir þéttleiki eða heil-leiki glers í 30
mínútur. EI stendur fyrir hitageislunarvernd glersins og er mesta eldvörnin. Dæmi; Pyrobel EI 30 - þýðir þéttleiki og hita-geislunar-vernd
í 30 mínútur.
Einnig er til W, sem þýðir hitageislunarvernd fyrstu mínúturnar af límtíma glersins í eldi, en uppfyllir ekki að vera skilgreint sem " I
". T.d. þýðir Pyrobel EW 30, gler "E" í 30 mínutur en hefur aukalega hita-geislunar-vernd fyrstu 15 mínúturnar, sem getur komið að gagni í
vissum tilfellum.
Eldvarnargler hefur takmarkaða glerstærð í eldvörn ( sjá hverja Pyrobel tegund ) og skal gera ráð fyrir því við hönnun
eldvarnarveggja og glugga. Eldvarnargler er sérstakt gler og dýrt og mikilvægt að nýta hráefnið sem best en hráefnis lagerstærðin er 3150 x
2250 mm. Eldvarnargler þarf að glerja á ákveðinn og réttan hátt svo frágangur glerjunar og gluggaramma endist í eldinum.
Eldvarnarfilmuna á milli glerjanna þarf að vernda gegn raka og útfjölubláum geislum sólarinnar. Það þarf að taka fram við
pöntun hvort glerið sé til notkunar innandyra eða sem útigler svo hægt sé að gera ráð fyrir vörn fyrir eldvarnarfilmuna gegn
útfjólubláum geislum sólarinnar.
Við bendum á nánari upplýsingar um eldvarnarglerið sem við bjóðum upp á má finna hér.