Börkur hf. - Gluggar, hurðir, bílskúrshurðir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Einfalt flotgler

Stöðug tækniþróun hefur gert flotglerið fjölhæft og eitt af mikilvægustu byggingarefnunum. 

Grunneiginleikar flotglers er að: hleypa dagsljósi í gegnum sig;  geta horft í gegnum það; veita vernd gegn veðri og vindum.   Flotgler getur verið glært gegnsætt, litað,  hálfgegnsætt eða ógegnsætt, afmarkað rými, opnað þau og stækkað, hefur ákveðinn léttleika og sérstaka tilfinningu í umgengni. Flotgler hefur margvíslegt notagildi og er notað bæði innanhúss og utanhúss;  í heimahúsum, á skrifstofum, í verslunum, hótelum, veitingastöðum o.fl. ; sem einangrunargler, glerhurðir, glersturtuklefar, glerskilveggi, glerhandrið, glergólf, glerþrep, glerhillur, listaverk o.fl.  o.fl.

Glerþykktir og stærðir: 
Glært flotgler: 4, 6, 8, 10, 12, 15, 19 mm.  Clearvision er extra glært flotgler:  ýmsar glerþykktir. Sýrubaðað glært gler: ýmsar glerþykktir. Margar tegundir af sólvarnaragleri; oftast 6 mm glerþykkt. 

Herslustærð í einföldu gleri: 2000 x 3500 mm. Samlímt gler: 2000 x 3500 mm. Tvöfalt gler; hámarksstærð 2000 x 3500 mm.   Aðrar stærðir, hafið samband við sölumenn okkar. 

Lagerstærð flotglers er yfirleitt 3210 x 5100 mm upp á glernýtingu; en vinnslustærð er minni, leitið upplýsinga hjá sölumönnum.

Flotgler er hægt að vinna á ýmsan hátt; skera, slípa, bora, sandblása, lakka, herða, samlíma ofl. Göt mega ekki vera mjög nálægt köntum. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn