Flýtilyklar
Fréttir
Ytra og innra eftirlit á framleiðsluvörum Barkar hf.
föstudagur 01.júlí 2011 - Alexander Benediktsson - Lestrar 668

Hurð og gluggi framleitt af Berki hf
Ytra eftirlit kannar vörugæði og gengur í skugga um að upplýsingar framleiðanda um vinnuferli, íhluti o.fl. þess háttar, standist og
einnig að innra eftirlit verksmiðjunnar sé virkt.
Síðasta reglubundna eftirlitsferðin í verksmiðjuna var farin þann 29. mars s.l. Allar framleiðslukröfur voru uppfylltar og innra eftirlit -
gæðahandbók var í góðu lagi.
Niðurstöður er því þær að innra gæðaeftirlit er virkt og skráningar í góðu lagi. Börkur hf. uppfyllir
því allar kröfur eftirlisins.