Börkur hf. - Gluggar, hurðir, bílskúrshurðir, gler og karmar

Börkur hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu glugga og hurða. Öll framleiðsla fyrirtækisins er vottuð af Rannsóknarstofu Byggingariðnaðarins.

Fréttir

Allar íbúðirnar eru með úrvals ál-tré gluggum frá Berki hf. Við óskum okkar góðu viðskiptavinum í Fagval til hamingju með flott hús.

Úr frétt Morgunblaðsins 26.mars. 2014

Seldu 25 íbúðir á Völlunum á einum sólarhring

 

Eiríkur Svanur Sigfússon segir söluna með þeim bestu hjá fasteignasölunni.

Eiríkur Svanur Sigfússon segir söluna með þeim bestu hjá fasteignasölunni.

„Þessar íbúðir voru náttúrlega snilldarhönnun og á besta stað,“ segir Eiríkur Svanur Sigfússon, fasteignasali hjá fasteignasölunni Ási, en alls seldu þeir, ásamt fasteignasölunni Hraunhamri, 25 íbúðir á Bjarkarvöllunum á einum sólarhring.

 

Það er því ljóst að íbúðir á svæðinu eru eftirsóttar.

„Við héldum opið hús á sunnudeginum. Og fyrsta klukkutímann fóru um fimmtán íbúðir,“ segir Eiríkur Svanur um þessa ótrúlega góðu sölu sem helst mætti líkja við góssentíðina sem ríkti hér á landi fyrir efnahagshrunið árið 2008.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn