Flýtilyklar
Velkomin(n)
Trésmiðjan Börkur var stofnuð á Akureyri árið 1970 og hefur alla tíð lagt áherslu á smíði glugga og hurða í hæsta gæðaflokki.
Á undanförnum árum hefur Börkur sótt í sig veðrið sem framleiðslufyrirtæki og framleiðslugetan vaxið jafnt og þétt, samhliða öflugri vöruþróun innan fyrirtækisins.
Börkur leggur metnað sinn og atorku í að búa til vandaðar vörur sem eru fyrsti valkostur við íslenskar aðstæður.
Börkur sérsmíðar allar tegundir eftir óskum: hurðir, rennihurðir, bílskúrshurðir, útidyrahurðir, gler og glugga.
Söluskrifstofa Barkar hf. Njarðarnesi 3-7, 603 Akureyri
- Opnunartími: 8.00 til 12.30 og 13.00 til 16.00 alla virka daga.
Söluskrifstofa Kamba, Smiðjuvegi 2, 200 Kópavogi. Sími: 488 9000
- Opnunartími: 9.00 til 17.00 alla virka daga.

Nýjustu fréttir
Leiðandi fyrirtæki í íslenskri glugga og hurðavinnslu
Börkur hf. Leiðandi fyrirtæki í innlendri glugga og hurðavinnslu.
Við starfsfólk Barkar hf. viljum með stolti geta þess að við urðum í 111 sæti yfir best reknu fyrirtæki á öllu landinu og í 9 sæti yfir best reknu meðalstór fyrirtæki á árinu 2018.
Við óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þökkum öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa valið íslenska gæðaframleiðslu Barkar hf. á liðnu ári.
Einnig óskum við landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökk fyrir liðið ár.
Starfsfólk Barkar hf.
Þrjár nýjar vélar í vinnslusal okkar:
Skipalón 1-7 í Hafnarfirði
30 farsæl ár í gluggum og hurðum.
Börkur hf. náði þeim merka áfanga að verða 30 ára nú um áramótin.
Við Alexander, Hilmar, Ingimar og Snorri og okkar konur höfum starfað saman í öll þessi ár og átt farsælt samstarf þótt á ýmsu hafi gengið í íslenskum byggingariðnaði þessi ár.
Tíminn hefur liðið hratt og við orðnir aðeins lífsreyndari, en sami óbilandi krafturinn drífur okkur áfram.
Á þessum tímamótum höfum við tekið í notkun nýja birgðarskemmu fyrir lager okkar og keypt inn þrjár nýjar vélar sem eru að bætast inn í vélasal okkar þessa dagana.
Við viljum þakka okkar frábæra starfsfólki sem unnið hefur hjá okkur og sumir öll okkar starfsár. Án þeirra væri ekki hægt að byggja upp svona öflugt fyrirtæki.
Einnig viljum við þakka okkar viðskiptavinum sem margir hafa skipt við okkur í áratugi. Án þeirra væri þetta heldur ekki hægt.
Börkur hf ber árin vel og eflist vonandi áfram með hverju ári sem líður því stígandi lukka er best.
Kveðja til allra á þessum tímamótum.
Alli, Hilli, Ingi og Snorri.